Samgöngur

Samgöngur eiga að þjóna öllum íbúum, viljum valfrelsi um ferðamáta. Einn ferðamáti á ekki að útiloka annan og greiða ber úr umferðatöfum með greiðfærari  samgöngum það flýtir bæði för einkabíla og strætó.  Kostnaðurinn af umferðatöfum í samfélaginu er tugir  milljarðar auk þess sem umferðaljósatafir eru aðal ástæða loftmengunar.  Endurskoða ber samgöngusattmálann og úrelt Borgarlinuáform. Efla létta hraðlínu sem þjónar borgarbúum kostnaðarlítið, nota minni vagna og vistvæna.

Grunnþjónusta

Áherslu á að sinna allri grunnþjónustu vel, hreinsun á götum, mokstur, grasslætti og sorphreinsun.

Atvinnurekstur -Fasteignagjöld

Lækka ber álögur á atvinnuhúsnæði og lóðaverð. Laða fyrirtæki til Reykjavíkur og efla aðgengi

Höfnum Borgarlínu og vegatollum í Reykjavík

Höfnum áformum um vegatolla, gjaldtaka er áætluð að hefjist í lok ársins. Samkvæmt Samgöngusáttmála ríkis og borgarinnar er auknum álögum á bifreiðareigendum ætlað að standa straum af kostnaði af lagningu Borgarlínu ásamt aðkomu ríkisins. Ótalin er þá rekstrarkostnaður. Borgarlínu áform ber að leggja niður,  10 ára verkefni borgarinnar sýnir að eftirspurnin er ekki til staðar.

Verkefni  borgarinnar í hæfnismat óháðra fagaðila

Setja á sem flest verkefni í hæfnismat óháðra fagaðila. Þegar á fyrsta stigi hugmyndastigs til verkloka. Hæfnismat verkefna  kemur í veg fyrir fjársóun og hagmunasamþykki verkefna sem ekki standast úttekt.  Fyrirkomulag sem er við lýði nágrannalöndum og reynist vel.

Atvinnuefling

Borgin á ekki að standa í samkeppnisrekstri við einkafyrirtæki. Borgin á að styðja og efla fyrirtækjarekstur. Hættuleg þróun ef  borgin verður  helsti atvinnurekandinn í einkarekstri.

Dagvistun barna

Fé á að fylgja barni og valfrelsi foreldra eins og kostur er um að fá leikskólapláss frá 12 mánaða aldri eða val um dagforeldra fyrir þá sem vilja fyrir yngstu börnin. Eins að vera heima með börn til tveggja ára aldurs og fá greitt. Eldri börn þurfa að komast á leiksóla til að félagslega aðlögun og undirbúning fyrir komandi skólagöngu.  Hægt er að fjölga plássum hratt án yfirbyggingar  ef dagforeldra kerfið verður eflt að nýju eins og var fyrir nokkrum árum og með stuðningi borgarinnar. Hægt er að spara nokkra milljarða á ári með því fyrirkomulagi og um leið leysa bráðavanda dagvistunar barna

Eldri borgarar og félagsleg þjónusta.

Stuðla ber að því að sem flestir aldraðir geti búið sem lengst heima með stuðning eftir þörfum. Vegna fjölgunar eldri borgara á komandi árum þarf að styrkja heilsueflingu  og hreyfingu eldri borgar. Búsetu úrræði fatlaðra á að vera í forgang, ásamt tryggu  húsnæði fyrir einstæða foreldra.

Fjölskylduvænt samfélag

Byggt verði upp  náttúru útivistarsvæði með afþreyingu og góðu aðgengi  til heilsárs nýtingar. Viðey er hugsanleg staðsetning, tenging með botngöngum til Viðeyjar opnar þann kost.  Tómstundastyrkur verði hækkaður til efnaminnstu svo þau börn geti nýtt sér tómstundastyrkinn og greitt aukakostnað sem fylgir tómstundaiðkun  Sumarnámskeið greidd fyrir efnaminnstu börnin.

Í anda samfélagslegra ábyrgðar verði ákveðnu hlutfalli aðgöngumiða á barnasýningar sem Borgarleikhús sýnir ætlað efnaminnstu börnunum. Öll börn án tilliti til efnahags  eiga að fá að njóta menningar  á við önnur börn upp í 18 ára aldur.  Borgin styrkir Borgarleikhúsið rausnarlega og taka ber mið af að þeir sem njóta styrkja leggi jafnframt af mörkum til að  efla manneskuvænna og betra samfélag fyrir alla.

Helstu stefnumál í Sveitarstjórnarkosningum 2022 í Reykjavík:

  1. Byggjum ódýrt strax - Aukum lóðaframboð og byggjum land Keldna. Stækkum Reykjavík með Viðeyjarleið sem sem tengir miðbæinn við Kjalarnes og Gufunes.

  2. Bætum flæðið strax - Höfnum dýrum samgöngusáttmála og förum strax í hagkvæmari framkvæmdir sem bæta flæðið. Eflum samgönguása borgarinnar og tengjum Reykjavík með Viðeyjarleið.

  3. Notum Reykjavíkurflugvöll - Leyfum meira millilandaflug frá Reykjavík.

  4. Stöðvum sóunina - Forgangsröðum grunnþjónustu og stöðvum vanundirbúin verkefni með breyttu verkferli. Verkefni verði metin með óháðu sérfræðimati á öllum stigum verkferla, frá hugmyndastigi til framkvæmdastigs. Þannig næst leiðrétting frá byrjun með óháðu sérfræðimati, komið verður í veg fyrir sóun á fé og verkefni eru dæmd annaðhvort hæf, leiðrétt eða stöðvuð.

Image