Af hverju þarf að fækka bílum?

Ábyrg FramtíðJóhannes LoftssonLeave a Comment

„Það er ástandið í borg­inni sem hvetur okkur til að fara af stað,“ segir Jóhannes Lofts­son, odd­viti Ábyrgrar fram­tíð­ar, í sam­tali við Eyrúnu Magn­ús­dóttur í kosn­inga­hlað­varpi Kjarn­ans, Með orðum odd­vit­anna. Í hlað­varp­inu er rætt við alla odd­vita þeirra ell­efu fram­­­boða sem bjóða sig fram í borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ing­unum sem fram fara næst­kom­andi laug­ar­dag, 14. maí.

Flokk­ur­inn var stofn­aður fyrir Alþing­is­kosn­ing­arnar í fyrra og bauð fram í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmi norð­ur. Stefnu­mál Ábyrgrar fram­tíðar lutu helst að efa­­semdum tengdum kór­ón­u­veiru­far­aldr­inum og gagn­­semi bólu­­setn­inga. Flokk­­ur­inn hlaut 144 atkvæði, eða 0,1 pró­sent atkvæða.

„Það er ástandið í borg­inni sem hvetur okkur til að fara af stað,“ segir Jóhannes Lofts­son, odd­viti Ábyrgrar fram­tíð­ar, í sam­tali við Eyrúnu Magn­ús­dóttur í kosn­inga­hlað­varpi Kjarn­ans, Með orðum odd­vit­anna. Í hlað­varp­inu er rætt við alla odd­vita þeirra ell­efu fram­­­boða sem bjóða sig fram í borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ing­unum sem fram fara næst­kom­andi laug­ar­dag, 14. maí.

Flokk­ur­inn var stofn­aður fyrir Alþing­is­kosn­ing­arnar í fyrra og bauð fram í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmi norð­ur. Stefnu­mál Ábyrgrar fram­tíðar lutu helst að efa­­semdum tengdum kór­ón­u­veiru­far­aldr­inum og gagn­­semi bólu­­setn­inga. Flokk­­ur­inn hlaut 144 atkvæði, eða 0,1 pró­sent atkvæða.

Með ástand­inu í borg­inni á Jóhannes fyrst og fremst við slæma stöðu í hús­næð­is­málum og „þétt­ing­ar­stefnu“ Reykja­vík­ur­borgar sem flokk­ur­inn er mót­fall­inn. Hann segir ákveðið tíma­móta­á­stand í borg­inni.

„Þessi stefna, þessi þétt­ing­ar­stefna eins og hún leggur sig núna, hún gengur rosa­lega mikið út á það að það er verið að rífa hús­næði sem fyrir er, það er verið að auka flækju­stig­ið, að byggja upp, það er verið að setja inn ein­hver svona inn­viða­gjöld sem tengj­ast því að borga fyrir ein­hverja borg­ar­línu og borga fyrir alls konar við­bæt­ur, borga fyrir pálma­tré, bara alveg uppi í maður veit ekki hvað, það er alltaf að bæta ein­hverju ofan á. Þetta er ekk­ert endi­lega eitt­hvað sem ein­stak­ling­ur­inn sjálfur myndi velja að eyða pen­ingnum sínum í,“ segir Jóhann­es.

Við­eyj­ar­leiðin muni leysa sam­göngu­vanda borg­ar­innar

Eina lausn­in, að hans mati, er að byggja ódýr­ara með því að byggja á ódýr­ari svæð­um. Ábyrg fram­tíð leggur því til að tengja byggðir borg­ar­innar frekar sam­an, meðal ann­ars með svo­kall­aðri „Við­eyj­ar­leið“, sem felst í að leggja Sunda­braut­ina í gegnum Við­ey, með botn­göngum frá Laug­ar­nes­inu út í Viðey og tengja við Gufu­nes.

„Sú teng­ing ein myndi laga umferð­ar­vanda­málin á Sæbraut­inni og Miklu­braut­inni, og svo taka aðra teng­ingu beint norður um göng til Kjal­ar­nes­svæð­is­ins og þá ertu kom­inn með risa, risa, risa, land­svæði sem er nær mið­bænum í ferða­tíma heldur en þessi úthverfi sem við erum að byggja í dag. Þú ert svo snöggur að ferð­ast þegar komin er hrað­braut í bæinn og það er okkar lausn.“

Jóhannes segir að með þess­ari lausn, Við­eyj­ar­leið­inni, sé í raun verið að leysa sam­göngu­vanda borg­ar­inn­ar. „Við erum að minnka borg­ina í tíma. Við erum að byggja þar sem auð­velt er að ferð­ast hratt.“

Jóhannes segir Ábyrga fram­tíð hlynnta öllum sam­göngu­mát­um. Það sé þó ekki rétt að færri bílar mengi minna heldur þurfi að lag­færa flæði á umferð­inni. Jóhannes sér ekki til­efni til að fækka bílum í umferð­inni. „Af hverju þarf að fækka bíl­um? Ég bara spyr þig, það eru allir að nota bíla? Vilja menn ekki fara í Costco?“ segir Jóhannes og bendir á að barna­fólk að mjög erfitt með að vera ekki á bíl.

„Viljum við ekki geta gert þessa hluti sem við erum að gera í dag?“ spyr Jóhann­es, sem telur það veru­lega lífs­gæða­skerð­ingu að vera án bíls til lengri tíma.

Ábyrg fram­tíð vill tempra ábyrgð­ar­laust vald

Í þætt­inum fer Jóhannes einnig yfir sögu flokks­ins og gildi hans. Hann segir Ábyrga fram­tíð vilja tempra ábyrgð­ar­laust vald. „Við viljum að þegar hið opin­bera hefur vald yfir þegn­unum að þeir beri þá ábyrgð gagn­vart þeim sem það hefur vald yfir. Ef það er ekki hægt þá viljum við að þegn­arnir fái meira vald ef hið opin­bera getur ekki höndlað ábyrgð­ina, það er grund­vall­ar­þema í öllum okkar stefnu­mál­u­m.“

„Besti aðil­inn til að hafa vald yfir okkur erum við sjálf því við berum ábyrgð á okkar ákvörð­un­um. Ef þú afsalar þessu valdi til ein­hverra ábyrgð­ar­lausra emb­ætt­is­manna þá eru teknar ákvarð­anir sem eru ekki endi­lega þínir hags­mun­ir, heldur ags­munir emb­ætt­is­manns­ins, kannski eitt­hvað sem átti ekki að gera og hann er ábyrgð­ar­laus ef illa fer og þú berð ábyrgð­ina,“ segir Jóhann­es. Dæmi um slíkt er staðan í hús­næð­is­málum að hans mati.

Á móti borg­ar­línu sem er „rán­dýr fram­kvæmd“

Jóhannes fer einnig yfir fleiri stefnu­mál flokks­ins í þætt­inum svo sem í sam­göngu­mál­um, sem fel­ast meðal ann­ars í því að skipta göngu­ljósum út fyrir göngu­brýr á Miklu­braut, efl­ingu dagor­eldra­kerf­is­ins í stað auk­innar áherslu á leik­skóla og borg­ar­lín­una, sem flokk­ur­inn er á móti.

„Við erum ein­fald­lega á móti borg­ar­lín­unni. Þetta eru rán­dýr fram­kvæmd vegna þess að það á að fjár­magna borg­ar­lín­unnar með lóða­sölu og það eru inn­viða­gjald líka við veg­ina. Borg­ar­línan ber meiri keim af því að vera nán­ast fast­eigna­þró­un­ar­verk­efni frekar en að vera sam­göngu­verk­efn­i,“ segir Jóhannes sem telur að verði borg­ar­línan útfærð sam­kvæmt núver­andi áætlun verði not­endur hennar fáir.

Sam­­­kvæmt nýj­­­ustu kosn­­­inga­­­spá Kjarn­ans og Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar er Ábyrg fram­tíð annað tveggja fram­boða í Reykja­vík sem mæl­ast ekki með fylgi. Hitt fram­boðið er Reykja­vík – besta borg­in. En Jóhannes er bjart­sýnn á að ná sæti í borg­ar­stjórn í kom­andi kosn­ingum á laug­ar­dag. „Já ég bara vona það besta.“

Hægt er að hlusta á við­talið við Jóhannes í heild sinni í spil­ar­anum hér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.