Fasteignabrask og gæluverkefni

Ábyrg FramtíðJóhannes LoftssonLeave a Comment

Fasteignabrask á ekki að vera tekjustofn

Sveitarfélög eiga ekki að gera fasteignabrask að tekjustofni, því það stríðir gegn hlutverki þeirra að tryggja nægt lóðaframboð. Áður fyrr fólk fékk fólk ódýrar lóðir á kostnaðarverði, en í dag er lóðasalan nýtt sem skattheimta. Þessari þróun þarf að snúa við því lækkað lóðaverð mun á endanum skila sér í lægra íbúðaverði.

Vanhugsaðar framkvæmdir

Framúrkeyrsla opinberra framkvæmda er ekki náttúrulögmál, en þeim er þó hættara við því þar sem þeir sem undirbúa þær eru að vinna með annara manna fé. Besta leiðin til að koma í veg fyrir mistök, er að stöðva þau áður en þau gerast, í verkefnisundirbúningnum. Flest mistök sem gerð eru í verkefnisundirbúningi hafa aðrir gert áður. Margar aðferðir hafa því verið þróaðar til að nýta sér þá reynslu til að fyrirbyggja að verkefni séu vanundirbúin. Þetta hafa nágrannaþjóðir okkar tekið sig á í og í dag eru framkvæmdir sveitarfélaga í Noregi t.d. skyldar til að fara í mat hjá óháðum aðila áður en hægt er að ráðast í þau. Sjálfur þekki ég nokkuð til slíks matsferlis, og mundi því fara fram á að sambærileg vinnubrögð yrðu tekin upp í Reykjavík. Útilokað er að jafn illa undirbúin verkefni eins og bragginn hefðu sloppið í gegnum slíkt mat.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.